Verndarbaugur

From early childhood I have been compelled to collect and believe in diminutive things: a small pebble, a clay object or a piece of string that was once a bracelet. These objects remind me of a certain period or moment that influenced me in some way. I have never been able to let go of them and probably never will.

Small objects made from natural materials, with different textures and properties have followed me from a young age and served as a kind of amulet. The pebbles I used for this purpose as a child, developed into jewelry around my teenage years. With the the sense of touch, these objects have helped me keep calm in stressful situations.

Verndarbaugur constitutes a personal interpretation of the concept “amulet”, and is a logical continuation of my relationship with such items. It is brought into a contemporary setting with the assistance of modern technology, thus connecting my past to my present.

Verndarbaugur is made from silver, cod leather, aluminium, stone and wood; all the materials are natural and have a significant lifespan. Verndarbaugur is a decorative item that stands the test of time.

Verndarbaugur holds variable compositions of materials that embody different properties.

00
The circle stands for evolution, unity and eternal circulation. Silver reflects negativity, brings security and protection against evil a swell as enhancing the properties of materials in it’s presence.

01
Human hair symbolizes the trust and the memory of the hairs owner.

02
Gabbro strengthens connection to the higher self and increases energy. Aluminium is symbolic for new beginnings and evolution as well as giving supernatural protection.

03
Birch is a sacred tree in the nordic region, it stands for youth, new beginnings and is emotionally calming. Gabbro is a very tough stone which stands for power, strength and balance.

04
Basalt is the stone of courage and strength, it gives stability and calm and enhances the creative spirit. Rhyolite holds youthful powers, aids emotional healing and increases concentration.

/

Frá blautu barnsbeini hef ég haft mikla þörf fyrir trú á litlu hlutina; steinvölu, lítinn leir hlut eða bómullarþráð sem eitt sinn var armband. Þessir litlu hlutir minna mig á ákveðinn tíma eða augnablik sem breyttu lífssýn minni á einhvern hátt.

Ég hef aldrei getað látið þessa hluti frá mér og mun án efa aldrei gera það.

Smáhlutir úr náttúrulegum efnum með ólíka áferð og eiginleika hafa fylgt mér frá unga aldri og þjónað tilgangi verndargrips. Steinvölurnar sem ég notaði í þessum tilgangi sem barn þróuðust  í skartgripi við táningssárin. Þeir hjálpa mér með aðstoð snertiskynsins að halda ró í aðstæðum sem valda mér streitu.

Verndarbaugur er persónuleg túlkun á hugtakinu verndargripur og er rökrétt framhald af sögu minni við þá. Hann er færður í nútmímalegan búning með aðstoð hátækni og tengir þannig fortíð mína við nútímann.

Verndarbaugur er unninn úr silfri, þorskleðri, áli, steini og tré, en öll efnin eru náttúrúleg og hafa langan líftíma.

Verndarbaugur er skartgripur sem gerður er til að standast tímans tönn.

Inni í Verndarbaugunum eru mismunandi samsetningar efna sem búa yfir ólíkum eiginleikum.

00
Hringformið stendur fyrir framþróun, sameiningu og eilífa hringrás. Silfur endurkastar neikvæðni, veitir öryggi og vernd gegn hinu illa og magnar eiginleika efna í návist þess.

01
Mannshár táknar minningu og traust til þeirrar manneskju sem hárið er af.

02 Gabbró eflir tengingu við sjálfið og gefur aukinn drifkraft. Ál  er táknrænt fyrir nýja tíma og framþróun og veitir yfirnáttúrulega vernd.

03
Birki er heilagt tré á norrænum slóðum, táknar æsku, nýtt upphaf og róar tilfinningar. Gabbró er afar sterkbyggður steinn sem stendur fyrir vald, styrk og jafnvægi.

04
Basalt er steinn hugrekkis og styrks, veitir stöðugleika og ró og ýtir undir sköpunarkraftinn. Líparít býr yfir yngingarkrafti, stuðlar að andlegu heilbrigði og eykur einbeitingu.